„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina. „Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
„Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira