Innrás Ísraela á Gasaströndina þykir væntanleg en ísraelski herinn hefur safnað að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund hermönnum við landamæri svæðisins.
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þegar hafi borist sannanir fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir í átökunum. Að sögn stofnunarinnar safnar hún nú sönnunargögnum um stríðsglæpi allra aðila að átökunum.
Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.