Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 19:18 Ísraelski herinn hefur jafnað heilu hverfin við jörðu á Gasaströndinni með loftárásum sínum. Nú undirbýr hann innrás inn á svæðið. AP/Ariel Schalit Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. Ísraelar ítrekuðu í dag fyrirmæli sín til Palestínumanna um að rýma norðurhluta Gasasvæðisins á samfélagsmiðlum og einblöðungum sem var sleppt úr lofti. Hamas hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir þar sem samgöngur væru óöruggar. Ísraelar segja Hamas nota almenna borgara sem mennska skildi. Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og önnur alþjóðleg samtök hafa fordæmt Ísraela og sagt að skyndileg rýming rúmlega milljón manna og herkví Ísraela um svæðið muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Fyrirmæli Ísraela náðu til 1,1 milljónar Palestínumanna, um það bil helming þjóðarinnar og segir ísraelski herinn að „mörg hundruð þúsund“ Palestínumenn hefðu hlýtt fyrirmælunum og farið suður. Palestínumenn fengu sex tíma glugga til að ferðast með öruggum hætti suður á bóginn eftir tveimur stofnbrautum. Sá gluggi lokaði í eftirmiðdaginn (um 13 að íslenskum tíma). Undirbúa sig undir næsta stig Þegar fresturinn rann út fyrr í dag var mikill fjöldi ísraelskra hermanna búinn að koma sér fyrir við Gasaströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti fótgönguliða og sagði þeim að vera tilbúna fyrir „næsta stig“ án þess að skýra nánar í hverju það fælist. , . . ( : , ) pic.twitter.com/TiGzHcWhPK— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 14, 2023 Í tilkynningu frá ísraelska hernum sem birtist síðdegis kom fram að herinn hefði undirbúið „samstillta“ árás á Gasaströndina úr landi, lofti og legi. Þá sagðist herinn einnig vera að vinna að því að koma í framkvæmd fjölbreyttum innrásaráætlunum. Það hefur ekki ekki enn komið fram hvenær nákvæmlega herinn ætlar að ráðast inn í Gasasvæðið. Ismail Haniyeh, háttsettur Hamas-liði, sagði í sjónvarpsræðu, að „allt blóðbaðið“ myndi ekki brjóta palestínsku þjóðina. Hamas hefur haldið áfram loftárásum sínum á Ísrael á sama tíma og Ísraelar hafa látið sprengjum rigna yfir Gasa. Ísraelsher undirbýr nú innrás inn í Gasaströndina. Ráðist verður á svæðið úr lofti, landi og legi.AP/Petros Giannakouris Milljón manna á vergangi Að sögn Juliette Touma, talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er ekki vitað hve margir íbúar Palestínu eru enn í norðurhluta landsins. Hún segir meira en milljón Palestínumanna vera á vergangi. Um það bil 35 þúsund almennir borgarar á flótta hafa komið sér fyrir á landareign aðalsjúkrahússins í Gasaborg, undir trjám, inni í anddyri spítalans og á göngum hans. Heilbrigðisstarfsfólk segir að þeim verði hlíft við átökunum. „Fólk heldur að þetta sé eina örugga svæðið eftir að heimili þeirra voru eyðilögð og þau voru neydd til að flýja,“ sagði Dr. Medhat Abbas, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. „Gasaborg eru óhuggulegur vettvangur eyðileggingar.“ „Gasa hefur verið án vatns í næstum þrjá daga, við höfum enga orku, ekkert rafmagn,“ sagði Inas Hamdan, annar talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Ísraelar ítrekuðu í dag fyrirmæli sín til Palestínumanna um að rýma norðurhluta Gasasvæðisins á samfélagsmiðlum og einblöðungum sem var sleppt úr lofti. Hamas hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir þar sem samgöngur væru óöruggar. Ísraelar segja Hamas nota almenna borgara sem mennska skildi. Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og önnur alþjóðleg samtök hafa fordæmt Ísraela og sagt að skyndileg rýming rúmlega milljón manna og herkví Ísraela um svæðið muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Fyrirmæli Ísraela náðu til 1,1 milljónar Palestínumanna, um það bil helming þjóðarinnar og segir ísraelski herinn að „mörg hundruð þúsund“ Palestínumenn hefðu hlýtt fyrirmælunum og farið suður. Palestínumenn fengu sex tíma glugga til að ferðast með öruggum hætti suður á bóginn eftir tveimur stofnbrautum. Sá gluggi lokaði í eftirmiðdaginn (um 13 að íslenskum tíma). Undirbúa sig undir næsta stig Þegar fresturinn rann út fyrr í dag var mikill fjöldi ísraelskra hermanna búinn að koma sér fyrir við Gasaströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti fótgönguliða og sagði þeim að vera tilbúna fyrir „næsta stig“ án þess að skýra nánar í hverju það fælist. , . . ( : , ) pic.twitter.com/TiGzHcWhPK— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 14, 2023 Í tilkynningu frá ísraelska hernum sem birtist síðdegis kom fram að herinn hefði undirbúið „samstillta“ árás á Gasaströndina úr landi, lofti og legi. Þá sagðist herinn einnig vera að vinna að því að koma í framkvæmd fjölbreyttum innrásaráætlunum. Það hefur ekki ekki enn komið fram hvenær nákvæmlega herinn ætlar að ráðast inn í Gasasvæðið. Ismail Haniyeh, háttsettur Hamas-liði, sagði í sjónvarpsræðu, að „allt blóðbaðið“ myndi ekki brjóta palestínsku þjóðina. Hamas hefur haldið áfram loftárásum sínum á Ísrael á sama tíma og Ísraelar hafa látið sprengjum rigna yfir Gasa. Ísraelsher undirbýr nú innrás inn í Gasaströndina. Ráðist verður á svæðið úr lofti, landi og legi.AP/Petros Giannakouris Milljón manna á vergangi Að sögn Juliette Touma, talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er ekki vitað hve margir íbúar Palestínu eru enn í norðurhluta landsins. Hún segir meira en milljón Palestínumanna vera á vergangi. Um það bil 35 þúsund almennir borgarar á flótta hafa komið sér fyrir á landareign aðalsjúkrahússins í Gasaborg, undir trjám, inni í anddyri spítalans og á göngum hans. Heilbrigðisstarfsfólk segir að þeim verði hlíft við átökunum. „Fólk heldur að þetta sé eina örugga svæðið eftir að heimili þeirra voru eyðilögð og þau voru neydd til að flýja,“ sagði Dr. Medhat Abbas, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. „Gasaborg eru óhuggulegur vettvangur eyðileggingar.“ „Gasa hefur verið án vatns í næstum þrjá daga, við höfum enga orku, ekkert rafmagn,“ sagði Inas Hamdan, annar talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45