Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 19:57 Myndin er tekin á samstöðumótmælum á Republique-torginu í París. Getty/Ibrahim Ezzat Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26