Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 14:15 Leitað að fólki eftir loftárás Ísraela á Gasaströndinni í morgun. AP/Hatem Ali Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. „Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
„Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09