Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 07:05 Þúsundir Palestínumanna eru látnir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna síðustu daga og vikur. Ísraelsmenn telja sig hins vegar í fullum rétti að hefna fyrir hroðaverk Hamas-liða. AP/Abed Khaled Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira