Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 10:38 Það vakti strax athygli þegar fílarnir fundust að skögultennur þeirra höfðu ekki verið fjarlægðar og því ekki um veiðiþjófnað að ræða. epa/STR Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44