Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 11:22 Hæstiréttur úrskurðaði um ófrjósemisaðgerðir en vísaði spurningu um útlit ytri kynfæra aftur á lægra dómstig. Getty/Gamma-Rapho/Yoshikazu Tsuno Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna. Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna.
Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent