Bandaríkjamenn gera árásir á skotmörk í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 06:22 Patrick Ryder, talsmaður Pentagon, greindi frá því í gær að að minnsta kosti sextán árásir hefðu verið gerðar á starfstöðvar Bandaríkjanna í Sýrlandi og Írak. AP/Kevin Wolf Bandaríski herinn gerði loftárásir á tvö skotmörk í Sýrlandi tengd Byltingarvarðsveit Íran (e. Revolutionary Guard Corps) nú í morgun. Reuters hefur eftir heimildarmanni að um hafi verið að ræða vopna- og skotfærageymslur. Varnarmálaráðherrann Lloyd Austin sagði í yfirlýsingu að um hefði verið að ræða hnitmiðaðar „sjálfsvarnarárásir“ en bardagahópar studdir af Byltingarvarðsveitinni hafa gert fjölda dróna- og eldflaugaárása á bandarískar starfstöðvar í Sýrlandi og Írak frá því í síðustu viku. Austin sagði Joe Biden Bandaríkjaforseta hafa fyrirskipað árásirnar, sem væri meðal annars ætlað að senda skýr skilaboð um að Bandaríkin myndu ekki umbera árásir af þessu tagi og grípa til aðgerða til að vernda starfsfólk sitt og hagsmuni. Samkvæmt hermálayfirvöldum vestanhafs hafa að minnsta kosti tólf árásir verið gerðar á starfstöðvar Bandaríkjanna í Írak og fjórar í Sýrlandi frá 17. október síðastliðnum. Fleiri en 24 hermenn hafa særst í árásunum og einn verktaki lést eftir að hafa farið í hjartastopp á meðan ein árásanna stóð yfir. Áhyggjur eru uppi um að átökin milli Ísraelsmanna og Hamas muni breiðast út en ýmsar vopnaðar hreyfingar hafa látið til sín taka í stuðningi við Hamas, þar á meðal Hezbollah í Líbanon. Þá hafa ýmis Arabaríki varað Ísraelsmenn við því að halda árásum áfram og ráðast inn á Gasa. Bandaríkjamenn hafa aukið viðbúnað sinn á svæðinu og lýst yfir nær skilyrðislausum stuðningi við Ísrael. Bandaríkin Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Sjá meira
Varnarmálaráðherrann Lloyd Austin sagði í yfirlýsingu að um hefði verið að ræða hnitmiðaðar „sjálfsvarnarárásir“ en bardagahópar studdir af Byltingarvarðsveitinni hafa gert fjölda dróna- og eldflaugaárása á bandarískar starfstöðvar í Sýrlandi og Írak frá því í síðustu viku. Austin sagði Joe Biden Bandaríkjaforseta hafa fyrirskipað árásirnar, sem væri meðal annars ætlað að senda skýr skilaboð um að Bandaríkin myndu ekki umbera árásir af þessu tagi og grípa til aðgerða til að vernda starfsfólk sitt og hagsmuni. Samkvæmt hermálayfirvöldum vestanhafs hafa að minnsta kosti tólf árásir verið gerðar á starfstöðvar Bandaríkjanna í Írak og fjórar í Sýrlandi frá 17. október síðastliðnum. Fleiri en 24 hermenn hafa særst í árásunum og einn verktaki lést eftir að hafa farið í hjartastopp á meðan ein árásanna stóð yfir. Áhyggjur eru uppi um að átökin milli Ísraelsmanna og Hamas muni breiðast út en ýmsar vopnaðar hreyfingar hafa látið til sín taka í stuðningi við Hamas, þar á meðal Hezbollah í Líbanon. Þá hafa ýmis Arabaríki varað Ísraelsmenn við því að halda árásum áfram og ráðast inn á Gasa. Bandaríkjamenn hafa aukið viðbúnað sinn á svæðinu og lýst yfir nær skilyrðislausum stuðningi við Ísrael.
Bandaríkin Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Sjá meira