Gerðu árásir við stærsta sjúkrahús Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 08:53 Palestínumenn virða fyrir sér skemmdirnar eftir árás. AP/Hatem Moussa Ísraelar gerðu í morgun loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar, sem er fullt af sjúklingum og tugum þúsunda manna í leit að skjóli. Ísraelski herinn hefur sakað forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að hreiðra um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Árásirnar eru sagðar hafa eyðilagt flesta vegi að Shifa-sjúkrahúsinu sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar, en yfirvöld í Ísrael hafa hvatt fólk til að flýja þaðan til suðurs. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara halda þó enn til í norðri og þá meðal annars vegna þess að Ísraelar hafa einnig gert árásir í suðri. Ísraelski herinn birti á dögunum tölvuteiknað myndband sem sýna á hvernig Hamas-liðar hafa grafið göng undir Shifa-sjúkrahúsinu og sé með bækistöðvar sínar þar undir. Einnig voru birt myndbönd sem eiga að vera af yfirheyrslum yfir Hamas-liðum, þar sem þeir segja frá göngum undir sjúkrahúsinu. Talsmenn Hamas segja það ekki rétt og að Ísraelar ætli sér að gera árásir á sjúkrahúsið. Talið er að Hamas hafi grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. The Shifa Hospital is not only the largest hospital in Gaza but it also acts as the main headquarters for Hamas terrorist activity. Terrorism does not belong in a hospital and the IDF will operate to uncover any terrorist infrastructure. pic.twitter.com/Ybpln5xQb2— Israel Defense Forces (@IDF) October 27, 2023 Mikil óreiða ríkir á Gasaströndinni eftir linnulausar árásir Ísraela frá 7. október og Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í morgun að þúsundir manna hefðu rutt sér leið inn í vöruhús Palestínustofnunar SÞ og tekið aðan matvæli og aðrar nauðsynjar. AP fréttaveitan hefur eftir Thomas White, sem leiðir aðgerðir SÞ á Gasa, að atvikið væri til marks um bresti á samfélagslegri samkennd á Gasa, vegna óreiðunnar. Íbúar Gasastrandarinnar hafa þó aftur aðgang að síma- og netsambandi eftir að það var tekið af á dögunum, samhliða innrás Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Tölur eru á reiki en talið er að meira en milljón manna séu á vergangi innan Gasastrandarinnar en þau geta ekki farið þaðan. Forsvarsmenn ísraelska hersins tilkynntu í gær að meiri neyðarbirgðum yrði hleypt inn á Gasaströndina frá Egyptalandi. Vonast er til þess að birgðirnar, eða matur, vatn og lyf, muni leiða til þess að fleiri íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar fari til suðurs, eins og Ísraelar hafa kallað eftir. Þúsundir hafa fáið í árásum Ísraela á Gasaströndinni.AP/Fatima Shbair Reynir að firra sig ábyrgð Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gærkvöldi að yfirmenn öryggisstofnanna ríkisins bæru ábyrgð á því að vígamenn Hamas-samtakanna hefðu komið Ísraelum á óvart og getað banað um 1.400 manns í árásum á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Þetta sagði hann í tísti eftir blaðamannfund í gær þar sem hann sagðist aldrei hafa fengið nokkra viðvörun um ætlanir Hamas-liða og að allir forsvarsmenn öryggisstofnana Ísrael hefðu verið þeirrar skoðunar að leiðtogar Hamas hefðu áhuga á viðræðum. Sjá einnig: „Verkefni okkar er skýrt“ Netanjahú eyddi tístinu þó í morgun eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir það og þar á meðal af Benny Gantz, ráðherra í þjóðarstjórn Ísraela og Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ísraelskt stórskotalið nærri Gasaströndinni.AP/Tsafrir Abayov Gantz kallaði eftir því í morgun að Netanjahú drægi ummæli sín til baka og sakaði hann um að grafa undan hernum á mikilvægum tíma. Hann sagði að á stríðstímum sem þessum bæri leiðtogum að sýna ábyrgð og styðja herinn. Lapid sló á svipaða strengi og sagði Netanjahú reyna að komast undan ábyrgð með því að benda á öryggisstofnanir sem væru að berjast gegn óvinum Ísrael. Eftir að hann eyddi fyrsta tístinu, birti Netanjahú annað þar sem hann baðst afsökunar. . . . . .— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 29, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Árásirnar eru sagðar hafa eyðilagt flesta vegi að Shifa-sjúkrahúsinu sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar, en yfirvöld í Ísrael hafa hvatt fólk til að flýja þaðan til suðurs. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara halda þó enn til í norðri og þá meðal annars vegna þess að Ísraelar hafa einnig gert árásir í suðri. Ísraelski herinn birti á dögunum tölvuteiknað myndband sem sýna á hvernig Hamas-liðar hafa grafið göng undir Shifa-sjúkrahúsinu og sé með bækistöðvar sínar þar undir. Einnig voru birt myndbönd sem eiga að vera af yfirheyrslum yfir Hamas-liðum, þar sem þeir segja frá göngum undir sjúkrahúsinu. Talsmenn Hamas segja það ekki rétt og að Ísraelar ætli sér að gera árásir á sjúkrahúsið. Talið er að Hamas hafi grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. The Shifa Hospital is not only the largest hospital in Gaza but it also acts as the main headquarters for Hamas terrorist activity. Terrorism does not belong in a hospital and the IDF will operate to uncover any terrorist infrastructure. pic.twitter.com/Ybpln5xQb2— Israel Defense Forces (@IDF) October 27, 2023 Mikil óreiða ríkir á Gasaströndinni eftir linnulausar árásir Ísraela frá 7. október og Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í morgun að þúsundir manna hefðu rutt sér leið inn í vöruhús Palestínustofnunar SÞ og tekið aðan matvæli og aðrar nauðsynjar. AP fréttaveitan hefur eftir Thomas White, sem leiðir aðgerðir SÞ á Gasa, að atvikið væri til marks um bresti á samfélagslegri samkennd á Gasa, vegna óreiðunnar. Íbúar Gasastrandarinnar hafa þó aftur aðgang að síma- og netsambandi eftir að það var tekið af á dögunum, samhliða innrás Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Tölur eru á reiki en talið er að meira en milljón manna séu á vergangi innan Gasastrandarinnar en þau geta ekki farið þaðan. Forsvarsmenn ísraelska hersins tilkynntu í gær að meiri neyðarbirgðum yrði hleypt inn á Gasaströndina frá Egyptalandi. Vonast er til þess að birgðirnar, eða matur, vatn og lyf, muni leiða til þess að fleiri íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar fari til suðurs, eins og Ísraelar hafa kallað eftir. Þúsundir hafa fáið í árásum Ísraela á Gasaströndinni.AP/Fatima Shbair Reynir að firra sig ábyrgð Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gærkvöldi að yfirmenn öryggisstofnanna ríkisins bæru ábyrgð á því að vígamenn Hamas-samtakanna hefðu komið Ísraelum á óvart og getað banað um 1.400 manns í árásum á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Þetta sagði hann í tísti eftir blaðamannfund í gær þar sem hann sagðist aldrei hafa fengið nokkra viðvörun um ætlanir Hamas-liða og að allir forsvarsmenn öryggisstofnana Ísrael hefðu verið þeirrar skoðunar að leiðtogar Hamas hefðu áhuga á viðræðum. Sjá einnig: „Verkefni okkar er skýrt“ Netanjahú eyddi tístinu þó í morgun eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir það og þar á meðal af Benny Gantz, ráðherra í þjóðarstjórn Ísraela og Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ísraelskt stórskotalið nærri Gasaströndinni.AP/Tsafrir Abayov Gantz kallaði eftir því í morgun að Netanjahú drægi ummæli sín til baka og sakaði hann um að grafa undan hernum á mikilvægum tíma. Hann sagði að á stríðstímum sem þessum bæri leiðtogum að sýna ábyrgð og styðja herinn. Lapid sló á svipaða strengi og sagði Netanjahú reyna að komast undan ábyrgð með því að benda á öryggisstofnanir sem væru að berjast gegn óvinum Ísrael. Eftir að hann eyddi fyrsta tístinu, birti Netanjahú annað þar sem hann baðst afsökunar. . . . . .— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 29, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01