Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2023 21:57 Hjónin flugu með Air Canada. Getty/Smith Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann. Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann.
Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira