Tveir eru særðir hið minnsta, læknir á fimmtugsaldri og sjúklingur á sjötugsaldri. Hinn grunaði flúði spítalann á mótorhjóli og ók í næsta bæ þar sem hann ruddist inn á pósthús og tók þar gísla. Lögregla situr nú um pósthúsið að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Skotárásir af þessu tagi eru afar sjaldgæfar í Japan og er byssulöggjöfin afar ströng í landinu.
Aðeins má eiga skotvopn til veiða og loftbyssur og þarf fólk að ganga í gegnum ströng próf og fá læknisvottorð áður en leyfi er veitt til að kaupa skotvopnt.