Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 11:32 Shani Louk var 22 ára gömul. Instagram Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01