Biden segir þörf á hléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 06:59 Maður grætur eftir að hafa fundið látið barn í húsarústum eftir árásir Ísraelshers á Nusseirat-flóttamannabúðirnar. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. „Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
„Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira