Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 22:31 Sært barn flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni. AP/Fatima Shbair) Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30