Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 06:43 Kona heldur á hvítum fána er hún og aðrir freista þess að komast framhjá hermönnum Ísraels á leið úr Gasaborg og suður eftir. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira