Íbúar Ohio samþykkja að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 12:00 Niðurstöðunni var ákaft fagnað af stuðningsmönnum tillögunnar í gær. AP/Sue Ogrocki Gengið var til kosninga víða í Bandaríkjunum í gær, þar sem kosið var um ríkisstjóra, hæstaréttardómara og ýmsar tillögur. Í Ohio bar til tíðinda, þar sem 56,6 prósent íbúa kusu að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanar eru í meirihluta í bæði neðri og efri deild þingsins í Ohio og vonir standa til þess að þær séu til marks um að þungunarrof verði ofarlega í huga kjósenda þegar gengið verður til kosninga á næsta ári. Viðauka verður nú bætt við stjórnarskrána sem kveður á um rétt einstaklingsins til að taka eigin ákvarðanir er varða frjósemi og barneignir og mun tryggja konum réttinn til getnaðarvarna og þungunarrofs auk þjónustu þegar fósturlát á sér stað. Stuðningsmenn tillögunar höfðu varað við því að yrði hún ekki samþykkt væri hætta á því að þingið þrengdi að fyrrnefndum réttindum með lagasetningu en andstæðingar tillögunnar sögðu hætt við að hún opnaði á þungunarrof langt fram eftir meðgöngu. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku. Samkvæmt tillögunni mun viðaukinn fela í sér blátt bann við því að ríkið grípi til íþyngjandi aðgerða, banni eða geri refsivert þungunarrof fyrir þann tíma er fóstur getur lifað utan líkama móðurinnar. Það viðmið er gjarnan 23. eða 24. vika. Viðaukinn mun heimila ríkisvaldinu að takmarka aðgengi að þungunarrofi eftir þann tíma en það verður að heimila þungunarrof þegar læknir telur það nauðsynlegt til að varðveita heilsu og/eða líf. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanar eru í meirihluta í bæði neðri og efri deild þingsins í Ohio og vonir standa til þess að þær séu til marks um að þungunarrof verði ofarlega í huga kjósenda þegar gengið verður til kosninga á næsta ári. Viðauka verður nú bætt við stjórnarskrána sem kveður á um rétt einstaklingsins til að taka eigin ákvarðanir er varða frjósemi og barneignir og mun tryggja konum réttinn til getnaðarvarna og þungunarrofs auk þjónustu þegar fósturlát á sér stað. Stuðningsmenn tillögunar höfðu varað við því að yrði hún ekki samþykkt væri hætta á því að þingið þrengdi að fyrrnefndum réttindum með lagasetningu en andstæðingar tillögunnar sögðu hætt við að hún opnaði á þungunarrof langt fram eftir meðgöngu. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku. Samkvæmt tillögunni mun viðaukinn fela í sér blátt bann við því að ríkið grípi til íþyngjandi aðgerða, banni eða geri refsivert þungunarrof fyrir þann tíma er fóstur getur lifað utan líkama móðurinnar. Það viðmið er gjarnan 23. eða 24. vika. Viðaukinn mun heimila ríkisvaldinu að takmarka aðgengi að þungunarrofi eftir þann tíma en það verður að heimila þungunarrof þegar læknir telur það nauðsynlegt til að varðveita heilsu og/eða líf.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent