Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 13:47 Palestínskir flóttamenn sem flúðu suðurhluta Gasa strandar í dag. Vísir/AP Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira