Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis Björgvin Ingi Ólafsson skrifar 13. nóvember 2023 09:00 Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar