Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni um að metnir verði kostir og gallar nýs gjaldmiðils Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:00 Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar