Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist vonast eftir góðum fréttum á næstunni. AP/Ariel Schalit Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30