Sérðu svart? Halla Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun