Erum einfaldlega saman á báti Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kjaramál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun