Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. desember 2023 18:01 Frá Barselóna, höfuðborg Katalóníu. Alexander Spatari/Getty Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira