Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 09:50 Áður en hæstiréttur Texas opinberaði úrskurð sinn fór Cate Kox í annað ríki Bandaríkjanna til að fara í þungunarrof. Lögmenn hennar segja heilsu hennar hafa farið versnandi. AP Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“ Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira