Dæla sjó í göng Hamas Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2023 10:37 Ísraelskir hermenn í Gasaborg á dögunum. AP/Moti Milrod Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11
Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21
Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47