Ballarbrotum fjölgar um jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 11:01 Svo virðist sem Þjóðverjar eigi til að missa sig í jólagleðinni. Getty Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira