Óöld í Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 12:37 Forseti Ekvador hefur sett á sextíu daga útgöngubann og skipað hernum að gera út af við á þriðja tug glæpagengja. AP/Cesar Munoz Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla. Ekvador Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla.
Ekvador Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira