Stubb sigraði fyrri umferð finnsku forsetakosninganna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. janúar 2024 07:32 Þeir Alexander Stubb, til hægri og Pekka Haavisto þurfa að takast á í seinni umferð finnsku forsetakosninganna. Markku Ulander/Lehtikuva via AP Finnsku forsetaframbjóðendurnir Alexander Stubb og Pekka Haavisto voru atkvæðamestir í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Eins og lög gera ráð fyrir þar í landi fer nú fram seinni umferð þar sem kosið er á milli tveggja efstu manna. Mjótt er á munum en Alexander Stubb, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og meðlimur Íhaldsflokksins í Finnlandi fékk rúm 27 prósent atkvæða en Pekka Haavisto, fyrrverandi utanríkisráðherra fékk rúm 25 prósent. Þar á eftir kom frambjóðandi Sannra Finna, Jussi Halla-aho en hann fékk um nítján prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var með ágætum og hefur ekki verið eins góð frá árinu 2006 en tæp 75 prósent þeirra sem voru með kosningarétt nýttu sér hann í gær. Stjórnmálaskýrendur meta það sem svo að Alexander Stubb sé nú með pálmann í höndunum en sigurvegari fyrstu umferðar í forsetakosningum í Finnlandi hefur alltaf farið með sigur af hólmi í seinni umferðinni. Frambjóðendur nú voru þó óvenju margir og því þurfa 47 prósent kjósenda í fyrri umferð að finna sér nýjan frambjóðanda nú sem gæti gefið Haavisto möguleika á sigri. Seinni umferðin fer fram þann ellefta febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver verður 13. forseti Finnlands. Finnland Tengdar fréttir Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eins og lög gera ráð fyrir þar í landi fer nú fram seinni umferð þar sem kosið er á milli tveggja efstu manna. Mjótt er á munum en Alexander Stubb, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og meðlimur Íhaldsflokksins í Finnlandi fékk rúm 27 prósent atkvæða en Pekka Haavisto, fyrrverandi utanríkisráðherra fékk rúm 25 prósent. Þar á eftir kom frambjóðandi Sannra Finna, Jussi Halla-aho en hann fékk um nítján prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var með ágætum og hefur ekki verið eins góð frá árinu 2006 en tæp 75 prósent þeirra sem voru með kosningarétt nýttu sér hann í gær. Stjórnmálaskýrendur meta það sem svo að Alexander Stubb sé nú með pálmann í höndunum en sigurvegari fyrstu umferðar í forsetakosningum í Finnlandi hefur alltaf farið með sigur af hólmi í seinni umferðinni. Frambjóðendur nú voru þó óvenju margir og því þurfa 47 prósent kjósenda í fyrri umferð að finna sér nýjan frambjóðanda nú sem gæti gefið Haavisto möguleika á sigri. Seinni umferðin fer fram þann ellefta febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver verður 13. forseti Finnlands.
Finnland Tengdar fréttir Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14