Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:56 Pevchikh segir Pútín ekki hafa þolað tilhugsunina um frjálsan Navalní. AP/Kirsty Wigglesworth Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu. Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37