Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 21:00 Sædrekinn Dragon 12 dreginn út á Vestmannasund við Straumey. Hann hóf að framleiða raforku inn á færeyska landskerfið þann 9. febrúar síðastliðinn. Minesto Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30
Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45
Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23