Opin landamæri Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:00 Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun