Vopnavörðurinn fundin sek um manndráp af gáleysi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 06:13 Gutierrez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir Baldwin. Getty/Jim Weber Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið fundin sek um manndráp af gáleysi vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alec Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára. Leikstjórinn Joel Souza særðist. Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu. Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant. Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt. Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi. Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára. Leikstjórinn Joel Souza særðist. Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu. Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant. Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt. Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi. Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14
„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39