Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 10:54 Flóðbylgjan þurrkaði út heilu bæina í Japan. AP/Kyodo News Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986. Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58
Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15