Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson skrifar 15. mars 2024 09:31 Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun