Pútín fagnar sigri Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 21:29 „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það,“ segir Vladímír Pútín EPA Vladímír Pútín hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira