Pútín fagnar sigri Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 21:29 „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það,“ segir Vladímír Pútín EPA Vladímír Pútín hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira