Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 08:24 Úkraínumenn hafa sýnt það að þeir hafa getu til að gera árásir langt inn í Rússland frá eigin landsvæði. AP/Efrem Lukatsky Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira