Helsta bráð Travis John Branson, 48 ára, voru skallaernir og gullernir. Branson er sagður hafa ferðast ítrekað frá heimili sínu í Washington til Montana, þar sem hann og samverkamaður hans drápu í kringum 3.600 fugla á Flathead-verndarsvæðinu og víðar á árunum 2015 til 2021.
Málið komst upp þegar Branson var stöðvaður í umferðinni 13. mars 2021 og klær og fjaðrir fundust í bifreiðinni. Branson á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og sekt upp á 250 þúsund dollara.
Skallaörnin er þjóðarfugl Bandaríkjanna og var í útrýmingarhættu á síðustu öld, meðal annars vegna veiða og notkunar skordýraeiturs sem barst í tegundina með þeim afleiðingum að skurn eggja arnarins varð brothættari.
Árið 1963 var áætlað að stofnin teldi aðeins 417 verpandi pör en síðan þá hefur hann náð sér á strik.