Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 10:47 Það var ekki annað að sjá í gær en að fjórmenningarnir sem voru handteknir og leiddir fyrir dómara hefðu verið beittir miklu harðræði af lögreglu. AP/Alexander Zemlianichenko Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira