Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 07:14 Á meðan hver kona þarf að eignast 2,1 barn til að viðhalda þjóðinni gera áætlanir nú ráð fyrir að hver japönsk kona á barneignaraldri muni eignast 1,3 börn. Getty/Anadolu/David Mareuil Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna. Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar. Japan Frjósemi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar.
Japan Frjósemi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira