Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 07:53 Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lagði fram frumvarp sitt á föstudaginn. AP Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024
Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira