Tugir þúsunda mótmæla Orbán í Búdapest Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 16:01 Viktor Orbán hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands í fjórtán ár. AP/Justin Spike Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“ Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls. Ungverjaland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls.
Ungverjaland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent