Fara stúdentar til tannlæknis? Alexandra Ýr van Erven skrifar 8. apríl 2024 12:01 Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Tannheilsa Hagsmunir stúdenta Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar