Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 11:23 Lögmenn og starfsmenn Hæstaréttar Panama fyrir utan dómshúsið þar sem Panamaskjalamálið var tekið fyrir í dag. AP/Agustín Herrera Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira