Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2024 16:33 Bíllinn nálgast bíl Ingibjargar og brunar fram úr henni. Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa. Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa.
Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira