Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 10:32 Madridingar leita skjóls fyrir sólinni undir tré í Retiro-garðinum í síðasta mánuði. Mars var tíundi mánuðurinn í röð sem var heitasti mánuðurinn á jörðinni. AP/Paul White Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59