Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 10:24 Maður heldur á mynd af Alexei Navalní og blómi eftir að fréttir bárust af dauða hans í fangelsi í febrúar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur sett prest sem stýrði minningarathöfn um Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtogann, í þriggja ára bann. Hann þarf að láta sér nægja að lesa sálma þar til ákvörðun verður tekin um hvort hann fær aftur að starfa sem prestur. Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey. Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey.
Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44