Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2024 22:22 Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37