Tveir valkostir Ragnheiður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 21:00 Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar